Um Dansfélagið Hvönn

DANSFÉLAGIÐ HVÖNN

Dansfélagið Hvönn var stofnað 21. október 1995 og er elsta dansfélagið innan Dansíþróttasambands Íslands. Félagið byrjaði að Auðbrekku 17 og var síðar í góðu samstarfi við HK í félagsaðstöðu HK og til viðbótar í íþrótthúsi Kópavogsskóla. Þann 1. janúar 2009 fékk Dansfélagið eigin aðstöðu í Vallarkór 14, glæsilegan 360 fermetra danssal ásamt 30 fermetra skrifstofuaðstöðu og var gengið frá þessu samkomulagi við Kópavogsbæ við hátíðlega athöfn í janúar 2009. Árið 2020 fékk félagið svo afhenta stórglæsilega eigin aðstöðu í Ögurhvarfi 4a og hlökkum við til að byggja félagið áfram upp í þeirri aðstöðu.
Það hefur verið ánægjulegt að byggja upp starfsemina í Kópavogi og samstarfið við bæjaryfirvöld hefur verið mjög gott frá byrjun. Félagið hefur á þessum árum eignast fjölda Íslands- og bikarmeistara og átt keppnispör í fremstu röð. Einnig átti félagið Íþróttakarl og Íþróttakonu Kópavogs árið 2001, þau Ísak Nyguen Halldórsson og Helgu Dögg Helgadóttur, og hlutu þau einnig afreksbikar UMSK sama ár. Þá má geta þess að Ísak og Helga urðu Norðurlandameistarar fjögur ár í röð árin 1998, 1999, 2000 og 2001 og það hefur engu pari tekist að leika eftir hvorki fyrr né síðar. Þá var Elísabet Sif Haraldsdóttir kjörinn Íþróttakona Kópavogs.

Í félaginu er 5 manna stjórn.

Í stjórn sitja:
Hildur Ýr Arnarsdóttir formaður,
Tinna Karen Guðbjartsdóttir varaformaður,
Hjördís Hjörleifsdóttir gjaldkeri,
Lilja Rut Þórarinsdóttir ritari og
Ólafur Þór Erlendsson meðstjórnandi.

Varamenn í stjórn:
Örn Arnarsson
Andri Freyr Óskarsson