Hildur Ýr Arnarsdóttir er skólastjóri Dansfélagsins Hvannar. Hún er stjórnarmaður í Dansráði Íslands og starfar einnig fyrir Dansíþróttasamband Íslands, er þar í landsliðsnefnd. Hildur tók sín kennarapróf bæði hjá NATD og IATD í Bretlandi og hjá Danskennarasambandi Íslands. Að auki er hún með próf frá Tónlistarskóla Kópavogs í tónfræði, tónheyrn og sellóleik. Hildur byrjaði ung í dansi, eða um 6 ára gömul. Hún hefur mikla reynslu bæði sem keppnisdansari og kennari. Á sínum unglingsárum var Hildur margfaldur Íslandsmeistari bæði í ballroom og latín dönsum, hún á langan keppnisferil að baki. Hún lærði hjá Sigurði Hákonarsyni í Kópavogi og hefur starfað hjá Dansfélaginu Hvönn frá upphafi. Einnig hefur hún kennt í grunnskólum og framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu ásamt danskennslu hjá fólki með þroskaraskanir.
More about instructor
Lilja Rut Þórarinsdóttir
Lilja Rut Þórarinsdóttir er aðstoðarskólastjóri Hvannar. Hefur starfað hjá félaginu síðan haustið 2007. Byrjaði að æfa dans um 3 ára aldur, var keppnisdansari hjá félaginu í mörg ár. Æfði einnig jazzballett og freestyle um 5 ára skeið. Hún hefur stundað danskennslu í mörg ár og sérhæft sig í ungum nemendum þar sem reynsla hennar sem leikskólakennari nýtist einstaklega vel. Lilja er með þjálfararéttindi hjá ÍSÍ.
More about instructor
Hjördís Hjörleifsdóttir
Hjördís Hjörleifsdóttir er þjálfari hjá dansfélaginu Hvönn. Hún byrjaði að æfa samkvæmisdansa ung og keppti til 19 ára aldurs. Hún hefur kennt dans um árabil og verið viðloðandi Dansfélagið Hvönn með pásum í gegnum tíðina. Hjördís hefur kennt í skólum og er með reynslu á kennslu með börnum. Hún hefur lokið þjálfararéttindum hjá ÍSÍ. Hjördís er frábær.
More about instructor
Natasha Monay Royal
Natasha var með þeim fyrstu til að koma með break til Íslands, og hefur verið leiðandi í break kennslu á Íslandi. í yfir 20 ár. Hún er frá Bandaríkunum, og sér alfarið um break kennsluna í Hvönn. break and house dance, hip hop and popping.
More about instructor
Adam og Karen Reeve
Adam og Karen Reeve eru lærðir danskennarar og koma að þjálfun meistarflokks félagsins bæði í hóp- og einkatímum. Þau eru miklir í reynsluboltar í faginu og skarta bæði heims- og evrópumeistartitlum í 10 dönsum í flokki atvinnumanna auk þess sem þau þjálfa landslið Íslands í samkvæmisdansi.
More about instructor
Hreiðar Orri Arnarson
Hreiðar Orri Arnarson byraði að æfa samkvæmisdans 3 ára gamall. Hreiðar Orri er uppalinn í Dansfélaginu Hvönn og var þar í barna og unglingastarfi. Hreiðar Orri var í landsliði Íslands í samkvæmisdönsum og er margfaldur Íslandsmeistari í greininni. Hreiðar Orri hefur auk þess keppt á Heims- og Evrópumeistaramótum fyrir Íslands hönd víðs vegar um heiminn með ágætum árangri.