Dansfélagið Hvönn
Ögurhvarf 4a
203 Kópavogur
S: 6152318, 8626168 & 8666146
hvonn@hvonn.is

Myndir af handahófi

cph_open_2012_44 jolaball-43 isl_april_2012_051 nem_vor_2012_139

Á Facebook

Gjafaleikur á samfélagsmiðlunum okkar

Gjafaleikur!!!
Í tilefni þess að barnahóparnir okkar byrja aftur laugardaginn 9. janúar 2021 þá langar okkur að gefa tveimur heppnum börnum dansnámskeið hjá okkur.
Fylgdu okkur á Facebook og Instagram og skráðu nafn og aldur barns hér fyrir neðan og þú ert komin í pottinn 😁
Linkur á facebook síðuna má hér hægra megin á heimasíðunni og þið finnið okkur á instagram undir dansfelagid_hvonn.
Við drögum út fimmtudaginn 7. janúar!!!
Minnum einnig á 2 fyrir 1 tilboð á öll byrjendanámskeið barna.

Ný stjórn Dansfélagsins Hvannar

Kynslóðaskipti urðu hjá Dansfélaginu Hvönn þegar ný stjórn tók til starfa eftir aðalfund félagsins í dag 20. desember 2020. Hafsteinn Örn Guðmundsson og Aldís Gunnarsdóttir létu af störfum eftir 25 ára starf fyrir félagið sem og Örvar Möller sem einnig hafði starfað fyrir félagið í fjölda ára, færum við þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag til dansíþróttarinnar.
Nýja stjórn skipa Hildur Ýr Arnarsdóttir formaður, Tinna Karen Guðbjartsdóttir varaformaður, Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir gjaldkeri, Lilja Rut Þórarinsdóttir ritari og Ólafur Þór Erlendsson meðstjórnandi. Varamenn í stjórn eru þeir Örn Arnarson og Andri Freyr Óskarsson.
Ný stjórn bíður spennt eftir að taka til starfa og taka á móti ykkur öllum á nýju starfsári og óskar ykkur gleðilegrar hátíðar.